Performance Drink Mix

Performance Drink Mix

Bragðtegund
Venjulegt verð 5.290 ISK
Venjulegt verð Söluverð 5.290 ISK
Sala Uppselt

DURA performance drink mix er orku- og steinefnablanda, þróuð til að styðja við hámarksframmistöðu. Formúlan er blönduð þannig að GLUT5 og SGLT1 viðtakarar í líkamanum geta tekið upp og nýtt meira magn kolvetna á meðan hreyfingu stendur. Blandan tryggir bæði hraða og viðvarandi upptöku orkunnar og styður þannig við frammistöðu og endurheimt íþróttafólks.

Í hverjum skammti eru sölt og steinefni sem styðja við vökvajafnvægi og eðlilega vöðvastarfsemi við átök.

Nánari upplýsingar

Orku- og steinefnablanda fyrir hámarksframmistöðu.

DURA Performance Drink Mix gerir þér kleift að halda hærri ákefð í lengri tíma, seinkar þreytu og flýtir endurheimt. Formúlan inniheldur allt sem þú þarft og ekkert sem þú þarft ekki; engin litarefni, rotvarnarefni eða annar óþarfi.

Í hverjum skammti eru 30gr af kolvetnum, 100mg sodium og steinefni sem styðja við vökvajafnvægi og eðlilega vöðvastarfsemi. Einn skammtur er um það bil 80% af skeiðinni sem fylgir með í pokanum.

Formúlan er hönnuð til þess að blandast sterkt án þess að magaóþægindi eða bragðþreyta geri vart við sig.

Íslenskt hugvit. Framleitt í Svíþjóð.

Samanbrjótanlegt efni

Innihaldsefni

NEUTRAL FLAVOUR
Maltódextrín, frúktósi, sýrur (eplasýra), natríumklóríð (salt), tríkalíum sítrat, kalsíum sítrat, magnesíum sítrat, náttúruleg bragðefni (sítróna/lime).

THRESHOLD COLA
Maltódextrín, frúktósi, sýrur (eplasýra), natríumklóríð (salt), bragðefni (kóla), tríkalíum sítrat, kalsíum sítrat, magnesíum sítrat, náttúruleg bragðefni (sítróna/lime), sætu­efni (súkralósi).

Varan er framleidd þar sem einnig eru meðhöndluð egg, mjólk, soja, baunir og fiskur.

Næringartafla

Per 100g Per serving (32g)
ORKA KJ/KCAL 1610/379 512/120
Fita 0 0
Þar af mettuð fita 0 0
Kolvetni 94 30
Þar af sykurtegundir 47 15
Trefjar 0 0
Prótein 0 0
Natríumklóríð (salt) 0,8 0,25
STEINEFNI (%NV)
Natríum 315mg 100mg
Klóríð 479mg (59,92%) 152,4mg (19,05%)
Kalíum 126mg 40mg
Kalsíum 47mg 15mg
Magnesíum 24mg 7,5mg

Vísindin á bakvið DURA

Kolvetni eru hraðvirkasti og skilvirkasti orkugjafi líkamans. Þau hjálpa okkur að halda uppi ákefð við átök, seinka þreytu, fylla á glýkógenbirgðir líkamans og bæta frammistöðu í erfiðum æfingum sem og keppnum.

Lengi vel var talið að líkaminn gæti tekið upp að hámarki 60gr kolvetna á klukkustund. Úthaldsíþróttafólk þekkti of vel orkuleysi yfir síðustu kílómetrana og magaóþægindin sem fylgdu rangri inntöku – þegar minnst mátti við því.

GLÚKÓSI : FRÚKTÓSI

Rannsóknir leiddu í ljós að með því að innbyrða orku í formi glúkósa og frúktósa, og nýta þar með GLUT5 og SGLT1 viðtakarana samtímis, var hægt að margfalda orkuinntöku og upptöku líkamans.

Glúkósi og frúktósi í hlutföllunum 1:0,8 hámarkar orkuupptöku og tryggir þar með hraða og viðvarandi orku, styður við frammistöðu, flýtir endurheimt og lágmarkar öll magaóþægindi.

Hversu mikið?

Elíta úthaldsíþróttanna skilur mikilvægi og ávinning þess að innbyrða hátt hlutfall kolvetna á erfiðum æfingum og í keppnum. Nú keppist íþróttafólk við að þjálfa sig upp í að þola meira magn kolvetna en keppinautar sínir og heyrast sögusagnir af innbyrðingu kolvetna í hundruðatali.

Mikilvægt er að hver og einn einstaklingsmiði kolvetnainntökuna sína og æfi sig upp í sinn hæfilega skammt við mismunandi áreynslu og tímalengd. Hér að neðan má sjá DURA carb-guide sem hjálpar til við að áætla kolvetnaþörf fyrir mismunandi áskoranir.

CARB–GUIDE

STANDARD INTENSE ELITE
Training
TrainingRacing
TrainingRacing
Per hour 30g 60g 90g
No. of servings
1
2
3